25.11.2009 | 19:07
Hvað er Vaktarinn?
Hvernig virkar Vaktarinn?
Vaktarinn er þjónusta sem knúin er af CLARA kerfinu. Við förum í gegnum íslenskar fréttavefsíður, blogg, spjallvefi og athugasemdir og grípum allan þann texta sem er þar til staðar sem skiptir máli. Kerfið greinir svo hvaða orð eru í þessum texta, sem gerir okkur kleift að staðsetja þau vörumerki, fyrirtæki og einstaklinga sem viðskiptavinir hafa áhuga á að finna.
Vaktarinn leitar í rauntíma á íslenskum fréttavefsíðum, bloggum, spjallþráður, og athugasemdum og finnur tilvísanir í vörumerkið þitt, þjónustuna þína eða önnur viðföng sem þú hefur áhuga á að skoða. Vaktarinn er fær um að beygja orð sem tryggir hann grípi þær tilvísanir sem eru viðeigandi, sama í hvaða beygingarmynd þær eru.
Þegar þessum gögnum hefur verið safnað saman birtum við það myndrænt í vefviðmótinu okkar. Þar geta viðskiptavinir skilgreint hvaða viðföng þeir vilja leita eftir og borið saman við önnur viðföng.
Vaktarinn hjálpar viðskiptavinum m.a. að staðsetja umræðuna, bera sig saman við samkeppnina, fá betri yfirsýn og vera sneggri að bregðast við.
Frí prufa í 7 daga á www.vaktarinn.is
Kveðja,
Team Vaktarinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.